Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

02.05.2014 06:57

2. maí 1970 - Búrfellsvirkjun var tekin í notkun

Mynd:Burfell hydroelectric power station.jpg

Búrfellsvirkjun.

.

 

2. maí 1970Búrfellsvirkjun var tekin í notkun

 

 

Búrfellsvirkjun var vígð og formlega tekin í notkun þennan dag árið 1970.

Hún var mesta mannvirki sem Íslendingar höfðu ráðist í og fyrsta stórvirkjun Landsvirkjunar, 210 megavött. Mest unnu tæplega 800 manns við byggingu Búrfellsvirkjunar og á tímabili urðu verktafir vegna skorts á vinnuafli.

 

Um sex hundruð gestir voru viðstaddir vígsluna. Forseti Íslands, dr. Kristján Eldjárn, flutti ræðu þar sagði hann meðal annars að þjóðin hefði nú endurheimt Þjórsárdal og skírskotaði þar til eyðingar byggðar í dalnum fyrr á tímum.

 

Að ræðuhöldum loknum ræsti forsetinn aflvélarnar. Þungur gnýr barst að eyrum þegar straumur Þjórsár tók að snúa hverflum þessa stóra orkuvers.

 

Á framhlið stöðvarhússins er stór lágmynd eftir Eyrbekkinginn Sigurjón Ólafsson.
 


Eyrbekkingurinn Sigurjón Ólafsson frá Einarshöfn.


Mynd:Burfellsvirkjun naermynd.jpg

 

Fréttablaðið föstudagurinn 2. maí 2014

Skráð af Menningar-Staður