Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

03.05.2014 05:59

Skóflustunga að nýrri viðbyggingu við Sundhöll Selfoss

 

Skóflustunga að nýrri viðbyggingu við Sundhöll Selfoss

 

Miðvikudaginn 30.apríl sl. var tekin skóflustunga að nýrri viðbyggingu við Sundhöll Selfoss. Gunnar Egilssson og Eyþór Arnalds tóku skóflustunguna ásamt iðkendum Sunddeildar Umf. Selfoss og nokkurra fastagesta í sundlauginni.

Viðbyggingin er rúmlega 1300 fermetrar að gólffleti og verður að hluta á tveimur hæðum. Sveitarfélagið Árborg mun eiga neðri hæðina en þar verður ný afgreiðslu, stórir búningsklefar, starfsmannaaðstaða, innilaug og aðstaða fyrir sunddeild, kennara og þjálfara. Verktaki mun sjálfur eiga 2.hæðina en ráðgert er að þar komi líkamsræktaraðstaða.

Byggingartími er um eitt ár en ráðgert er að viðbyggingin verði komin til notkunar í maí/júní 2015.

Sundhöll Selfoss – teikningar

.

.

 

Af  www.arborg.is

 

Skráð af Menningar-Staður