Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

04.05.2014 21:09

Noma í Kaupmannahöfn aftur besti veitingastaður í heimi

Noma veitingahúsið í Kaupmannahöfn er hér til hægri. Handan hafnarinnar sé inn í Ný-Höfnina.

.

.

 

Noma í Kaupmannahöfn aftur besti veitingastaður í heimi

 

Danski veitingastaðurinn Noma í Kaupmannahöfn var nýverið kosinn besti veitingastaður heims af tímaritinu Restaurant.

Yfir 900 kokkar og matargagnrýnendur fjölmiðla kjósa á hverju ári um besta veitingastaðinn.

Noma varð í öðru sæti í fyrra eftir að hafa verið kosinn besti veitingastaðurinn þrjú ár þar á undan. El Celler de Can Roca á Spáni varð í öðru sæti og Osteria Francescana á Ítalíu í þriðja sæti.

Noma er á 
Nordatlantens Brygge Kaupmannahöfn þar sem Sendiráð Íslands og sendiskrifstofur Færeyja og Grænlands eru ásamt menningarhúsi þessara þriggja landa.

 

.

.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður