Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

17.05.2014 21:44

Rúmlega 100 húsbílar á Eyrarbakka um helgina 16. - 18. maí 2014 og fjöldi fólks

 

 

Rúmlega 100 húsbílar á Eyrarbakka

um helgina 16. - 18. maí 2014 og fjöldi fólks

Þeir hafa aðstöðu í og við Félagsheimilið Stað og á tjaldstæðinu

 

Dagskrá:

 

Föstudagur 16. maí:

Hattavinafélagið: Föstudagar eru sérstakir hattadagar og er félagsmönnum uppálagt að ganga með hatta þá daga að viðurlagðri skömm og hneisu, sem skammari sér um að framfylgja á næsta fundi/atburði á vegum félagsins.

 Ökuleikni: Fljótlega eftir að skemmtinefnd mætir á svæðið þá mun hefjast “Ökuleikniskeppni” Ökumenn húsbíla gefst kostur á að leysa þrjár þrautir.

Verðlaun fyrir þrjú efstu sætin verða afhent í lokaferð 27. september í Árnesi.

 Kl. 20.00  Formaður félagsins setur ferðina og sungið verður upp úr söngbókinni. Félagar hvattir til að taka með sér hljóðfæri.  Eftir það verður leikin tónlist af diskum fram til kl. 23.30

 Laugardagur 17. maí:        

Kl. 12.00 Undirbúningur fyrir markað í Félagsheimilinu.

Kl. 13.00 – 15.00 Markaður í Félagsheimilinu. (aðstoð óskast við að stilla upp fyrir félagsvist)

Kl. 16.00 Félagsvist (aðstoð óskast við að stilla upp fyrir kvöldið)

Kl. 20.00 Skemmtidagskrá: Verðlaun í Félagsvist og Bílahappadrætti – Hæfileikakeppni (allt leyfilegt nema koma nakinn fram) – Útsvar - Dansleikur með þeim feðgum: Bassa og Ólafi Þórarinssyni.

 Sunnudagur 18. maí:

Kl. 12.00 Frágangur í Félagsheimilinu

Vonandi skemmtu sér allir vel.

Góða ferð heim !
 

Menningar-Staður færði bílafjöldann til myndar í dag.

Myndaalbnúm komið hér inn á Menningar-Stað
Smella á þessa slóð:
  
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/261426/


.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður