Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

17.05.2014 06:33

Upplýst um fleiri hljómsveitir á Iceland Airwaves

Kiriyama Family verður á Iceland Airwaves.

 

Upplýst um fleiri hljómsveitir á Icelend Airwaves

 

Í gær tilkynntu skipuleggjendur Iceland Airwaves-tónlistarhátíðarinnar um fjölda listamanna sem munu koma fram á hátíðinni í haust, 5. til 9. nóvember en þá verður hún haldin í sextánda sinn.

Listamennirnir sem nú bætast við þá sem þegar hafði verið tilkynnt um, eru: FM Belfast, Son Lux, Kwabs, Árstíðir, Lay Low, Agent Fresco, kimono, Rachel Sermanni, Ezra Furman, Jessy Lanza, Phox, Benny Crespo's Gang, Kiriyama Family, Íkorni, Strigaskór nr 42, Odonis Odonis, Tremoro Tarantura, In the Company of Men, Júníus Meyvant, Elín Helena, HaZar, Krakkkbot, Reptilicus, Stereo Hypnosis, Ambátt, Cease, Tone, Reykjavíkurdætur, DADA, Döpur og Inferno 5.

Áður hafði verið tilkynnt um hljómsveitir á borð við Flaming Lips, The War on Drugs, Caribou, Samaris og Mammút.

Morgunblaðið föstudagurinn 16. maí 2014

 Skráð af Menningar-Staður