Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

20.05.2014 06:32

Fagna 10 ára afmæli með plötu

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Rósin okkar

 

Fagna 10 ára afmæli með plötu

 

Hljómsveitin Rósin okkar fagnar í ár 10 ára starfsafmæli sínu og í tilefni af því hefur hljómsveitin gefið út plötuna „Rósin okkar í Reykjavík“ en þetta er fyrsta plata hljómsveitarinnar. „Þessi plata er fyrsta platan sem við gefum út í almenna sölu en á plötunni eru íslensk og írsk þjóðlög sem við setjum í okkar eigin búning. Við höfum einnig spilað norsk þjóðlög en erum ekki með þau á plötunni að þessu sinni,“ segir Rósa Jóhannesdóttir, fiðluleikari og söngkona hljómsveitarinnar. Sautján lög eru á plötunni og má þar nefna þekkt lög eins og Danny Boy og Móðir mín í kví kví, en það eru lög sem flestir ættu að þekkja. Auðvitað fæst svo diskurinn í öllum betri plötubúðum eins og 12 tónum, að sögn Rósu, farin sé sú klassíska leið að selja tónlistina einungis í verslunum en ekki á netinu.

 

Nafnið sótt til Írlands

Á þeim tíu árum sem hljómsveitin hefur starfað hefur hún komið fram á fjölda tónlistarhátíða hér heima og erlendis. „Í fyrstu var efnisskrá okkar helguð írskri tónlist og við spiluðum því þrjú ár í röð á Írskum dögum á Akranesi. Þá höfum við komið fram á tónlistarhátíð í Portaferry á Norður-Írlandi, Gaular í Noregi, Þjóðlagahátíðina á Siglufirði, og Reykjavík Folk Festival á Café Rosenberg auk fjölda annarra hátíða,“ segir Rósa en nafn hljómsveitarinnar er einmitt komið frá Írlandi þar sem heiti fjölda þjóðlaga hefst á Rósin.

 

Morgunblaið þriðjudagurinn 20. maí 2014

Skræað af Menningar-Staður