Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

20.05.2014 11:33

Góðir gestir á Strand-Stað - formleg opnum 20. maí 2014

 

Góðir gestir á Strand-Stað  -  formleg opnum 20. maí 2014

 

Í morgun, þriðjudaginn 20. maí 2014,  komu leikskólabörn af yngri deildum leikskólans Brimvers á Eyrarbakka í opinbera heimsókn á útsýnispallinn á sjóvarnargarðinum við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka. Heimsókn þeirra var formleg opnun umhverfissvæðisins í fjörunni og hlotið hefur nafnið  -Strand-Staður.

 

Eyrbekkingurinn Eiríkur Már Rúnarsson  lagði til að kalla mætti þennan nýja  stað við Stað  – Strand-Staður-  og er svo orðið.

Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari á Stað, bauð síðan börnunum uppá drykk.

Leikskólafólkið rómaði þessa aðstöðu og sögðu víst að Brimversbörn ætti eftir að koma oft til leikja og útiveru á Strand-Stað.

 

Það eru vinir alþýðunnar á Eyrarbakka og víðar sem standa með Siggeiri Ingólfssyni að þessum mögnuðu framkvæmdum.

 

Menningar-Staður færði til myndar.

Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/261513/

 

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður