Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

30.05.2014 19:23

Reykjavík - Sex flokkar fengju borgarfulltrúa


Reykjavík - Sex flokkar fengju borgarfulltrúa

 

Samfylkingin bætir enn við sig fylgi í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup og hefur nú tvöfaldað fylgið síðan í febrúar. Framsóknarmenn, Vinstri græn og Píratar ná inn einum manni. Sex flokkar ná því inn manni í borgarstjórn.

Samkvæmt könnuninni, sem gerð var dagana 23. - 29. maí, heldur Samfylkingin áfram að bæta við sig og er nú með 36,7 prósent, fékk í  síðustu könnun 30,8  og hefur tvöfaldað fylgi sitt síðan í febrúar.  

Björt framtíð mælist með 17,8 prósenta fylgi en var síðast með 20,6. Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar aðeins, mælist nú með 22,6 prósent en var með 23,8. Fylgi Pírata er 6.3 prósent  og minnkar en þeir mældust með 9,8 í síðustu könnun. Fylgi Vinstri grænna dalar líka örlítið frá síðustu könnun. Þeir mældust með 8,4% en eru nú með 7,9.  

Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir bæta við sig fylgi. Voru með 4,1 % en eru nú með 6,9. Ef litið er á fjölda borgarfulltrúa þá fengi Samfylkingin samkvæmt þessari könnun 6 borgarfulltrúa, Björt framtíð 3 og Sjálfstæðisflokkurinn 3. Píratar, Vinstri græn  og Framsóknarflokkur og flugvallarvinir næðu öll inn manni. Að öðru óbreyttu þyrfti fylgi þessara framboða að fara niður fyrir 5,7 prósent til að þau kæmu ekki að manni.

Af www.ruv.is

Ráðhúsið í Reykjavík

 

Skráð af Menningar-Staður