Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

07.06.2014 22:50

Afmælisþing Hrútavinafélagsins Örvars 28. maí 2014

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Gorbi og Björn Ingi Bjarnason.

 

Afmælisþing Hrútavinafélagsins Örvars 28. maí 2014

 

Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi er 15 ára í ár en félagið varð til að Tóftum í Stokkseyrarhreppi hinum forna haustið 1999.

Hrútavinafélagið hélt  –Afmælisþing-  þann 28. maí í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.  Kjötsúpuveisla var í upphafi þings að hætti  Ingólfs Hjálmarssonar á Eyrarbakka.

Björn Ingi Bjarnason, forseti Hrútavinafélagsins, setti þingið með stuttu ávarpi. Hann sagði frá stofnun félagsins sem er orðin ein af þjóðsögum svæðisins. Þá fór hann yfir 15 ára afmælishaldið á þessu ári og sagði frá nýlegri ferð til Hrútavinafélaganna  í Þýskalandi og Danmörku sem starfa af miklum krafti.

Guðni Ágústsson, heiðursforseti Hrútavinafélagsins og landbúnaðarráðherra Íslands var heiðursgestur.  Flutti hann hátíðarræðu og fór vítt og breitt yfir svið Hrútavina- mannlíf og menningu þeirra og mikilvægi hins nútímalega starfs félagsins með sterkum þjóðlegum grunni.

Þá gerði Guðni grein fyrir tillögu þess efnis að hrúturinn/forystusauðurinn Gorbasjev  (Gorbi) frá Brúnastöðum sem verið hefur eign Hrútavinafélagsins Örvars í 10 ár fengi brottfararleyfi og yrði höfuðdjásn í nýju Forystufjársetri sem verið er að koma upp á Svalbarði í Þistilfirði.

Þetta var samþykkt samljóða af þingheimi.

Á efir hefðbundnu þinghaldi voru frábærir tónleikar þeirra Sigga BJörns og Pálma Sigurhjartarsonar en þeir er dugmiklir í starfi Hrútavinafélagsins í Þýskalandi.

Menningar-Staður færði til myndar
Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/262234/


Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður