Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

07.06.2014 12:43

Elsti framhaldsskólinn


Menntaskólinn í Reykjavík.

 

Elsti framhaldsskólinn

 

Menntaskólinn í Reykjavík er elsti framhaldsskóli landsins.

Hann á rætur að rekja til biskupsstólsins í Skálholti sem stofnaður var árið 1056.

Skólinn var fluttur til Reykjavíkur árið 1786 í hús á Hólavöllum ofan Suðurgötu.

Árið 1805 fékk skólinn inni á Bessastöðum og var starfræktur þar uns nýtt skólahús hafði verið reist í Reykjavík. Það var stærsta hús á landinu og þangað var skólinn fluttur haustið 1846.

Hann nefndist Reykjavíkur lærði skóli, en frá 1937 heitir hann Menntaskólinn í Reykjavík.

 

Morgunblaðið laugaradagurinn 7. júní 2014.
 

 

Skráð af Menningar-Staður