Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

13.06.2014 06:32

Lítið í -Safna-bókina-

Húsið á Eyrarbakka.

 

Lítið í -Safna-bókina-

 

Í Safnabókinni sem komin er út má finna upplýsingar um rúmlega 160 söfn, setur, sýningar, þjóðgarða og kirkjur um allt Ísland. Menningarlandslagið er kortlagt í bókinni og er henni dreift ókeypis. Hún er hugsuð sem leiðarvísir fyrir ferðalanga og hefur verið skipt eftir landshlutum þar sem finna má helstu upplýsingar um afgreiðslutíma og verðskrá safnanna.

Bókina má fá endurgjaldslaust á upplýsingamiðstöðvum ferðamanna, á söfnunum sjálfum og í verslunum Nettó, Samkaupa-Strax og Úrval.

Morgunblaðið föstudagurinn 13. júní 2014

 

 

Skráð af Menningar-Staður