Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

14.06.2014 05:26

15 þúsund konur hlaupa um land allt

Eyrarbakki:

Hlaupið frá Rauða húsinu kl. 11:00. Vegalengdir í boði 3 km og 5 km. 
 Frítt í sund á Stokkseyri eftir hlaup gegn framvísun kvennahlaupspenings.

 

15 þúsund konur hlaupa um land allt

 

Í dag, laugardaginn 14. júní 2014, fer hið árlega Sjóvár-kvennahlaup ÍSÍ fram. Hlaupið verður á 85 stöðum á Íslandi og 25 stöðum erlendis í ár, en fjölmargar íslenskar konur, búsettar eða staddar erlendis, taka þátt í hlaupinu á þeim stöðum erlendis þar sem hlaupið er, meðal annars í Danmörku, Noregi, Tenerife og Bandaríkjunum.

Kvennahlaupið hér á Íslandi var haldið í fyrsta skipti árið 1990, og tóku þá um 2.500 konur þátt í hlaupinu á átta stöðum á landinu. Þátttakendum og hlaupastöðum hefur fjölgað jafnt og þétt síðan þá, en undanfarin ár hafa um 15 þúsund konur tekið þátt í því.

 

 

Skráð af Menningar-Staður