Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

16.06.2014 05:52

17. júní á Hrafnseyri: - Illugi Gunnarsson flytur hátíðarræðu - Megas og Magga Stína

 

17. júní á Hrafnseyri: - Illugi Gunnarsson flytur hátíðarræðu -

Megas og Magga Stína leika og syngja

 

Þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17. júní 2014,  verður haldinn hátíðlegur á Hrafnseyri við Arnarfjörð, að venju.

Fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar á sér sérstakan stað í hjarta Vestfirðinga og annarra Íslendinga.

Hátíðahöldin á Hrafnseysi á þriðjudaginn verða með nokkuð hefðbundnum hætti og byrja með hátíðarguðþjónustu þar sem sr. Hildur Inga Rúnarsdóttir þjónar fyrir altari. Hátíðarræðu dagsins flytur Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra og Megas og Magga Stína og flytja nokkur lög við undirleik Guðmundar Hjaltasonar. Þá verður útskriftarathöfn á vegum Háskólaseturs Vestfjarða og Háskólans á Akureyri. Kynnir á hátíðinni er Guðmundur Hálfdánarson prófessor.

Rútuferðir verða frá Ísafirði til Hrafnseyrar fólki að kostnaðarlausu. Rútan fer frá Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði kl. 11:00. og 3 mínútum síðar stoppar hún við Hlíf á Torfnesi, en heldur svo áfram til Hrafnseyrar. Rútan fer aftur frá Hrafnseyri kl. 16:00.

Á Hrafnseyri verður sýningin um ævi og starf Jóns Sigurðssonar, að sjálfsögðu opin. Sýningin opnaði á 200 ára afmæli Jóns árið 2011. Þá mun myndlistarkonan Margrét Blöndal sýna verk sín á Hrafnseyri í sumar. Einnig verða til sýnis myndverk unnið af nemendum í 6. bekk Grunnskóla Djúpavogs af Jóni Sigurðssyni.

Margir ferðamenn staldra við á Hrafnseyri yfir sumarið, enda náttúrufegurð mikil á staðnum.

 

 

Skráð af Menningar-Staður