Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

20.06.2014 14:22

Þjóðhátíðin á Hrafnseyri við Arnarfjörð 17. júní 2014


Hrafnseyri við Arnarfjörð.

 

Þjóðhátíðin á Hrafnseyri við Arnarfjörð 17. júní 2014

 

llugi Gunnarsson menntamálaráðherra flutti hátíðarræðu á Hrafnseyri á þjóðhátíðinni  þar 17. Júní  og tilkynnti þar útgáfu svokallaðrar Hvítbókar, þar sem fram kemur umbótaáætlun ráðherrans í menntamálum.

Illugi sagði að það væri viðeigandi að greina frá Hvítbókinni á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, þar sem menntun íslensku þjóðarinnar var honum hugleikin.

Í áætluninni eru sett fram tvö meginmarkmið. Í fyrsta lagi að 90% grunnskólanema nái lágmarksviðmiðum í lestri, en hlutfallið er nú 79%. Til að ná þessu markmiði er lagt til að hlutur móðurmálskennslu verði aukinn og mótuð verði viðmið um þá lestrarkunnáttu sem nemendur eiga að búa yfir á hverju stigi grunnskólans. Í öðru lagi er sett það markmið að hlutfall nemenda sem ljúka námi úr framhaldsskóla á tilsettum tíma hækki úr 44% og upp í 60%. Því verði náð með því að endurskipuleggja námstíma, stytta nám til lokaprófa og draga þannig úr brotthvarfi.

 

Hafist verður handa strax í haust þegar verkefnastjórar verða ráðnir og samráðshópur verður settur saman með Samtökum atvinnulífsins, Kennarasambandinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Heimili og skóla og fleiri aðilum. Í kjölfarið verður farið í ferðalag í kringum landið þar sem efni Hvítbókarinnar verður kynnt og reynt verður að ná samstöðu um þau markmið sem sett eru fram.

 

Illugi varði mestum hluta ræðu sinnar að ræða Evrópusambandið og sagði hann að andstaða við aðild Íslands að sambandinu væri ekki einangrunarstefna, hvað þá gamaldags þjóðernisstefna.

 

Hátíðarræða Illuga Gunnarssonar á Hrafnseyri 17. júní 2014

http://www.menntamalaraduneyti.is/media/forsidumyndir/Hatidarraeda-Illuga-Gunnarssonar-a-Hrafnseyri-17.-juni-2014.pdf

Menningar-Staður var á Hfarnseyri og færði til myndar.
Myndaalbúm með 36 myndum er komið hér inná Menningar-Stað
Smella á þessa slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/262745/

 

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður