21. júní 2014 - Sólstöður klukkan 10:51 í dag
Sumarsólstöður eru í dag en þá er sólargangur lengstur.
Sólstöður eru kl. 10:51, samkvæmt Almanaki Háskóla Íslands.
Lengsti dagur ársins er því í dag en nýliðin nótt var sú stysta.
Eftir 21. júní fer dagurinn að styttast í stað þess að hafa verið að lengjast frá vetrarsólstöðum 21. desember.
Sólris upp við Ölfusá - Selfossi- byrjaði kl. 2:58 í nótt og sólarlag er klukkan 23:54, í kvöld.
Skráð af Menningar-Staður
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is