Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

21.06.2014 06:37

Landsmót Fornbílaklúbbsins um helgina á Selfossi

Sverrir Andrésson fór fyrir bílalestinni á Cudell bíl sínum. Ljósm.: sunnlenska.is/Guðmundur Karl

 

Landsmót Fornbílaklúbbsins um helgina á Selfossi

 

Landsmót Fornbílaklúbbs Íslands var sett í gærkvöldi við Gesthús á Selfossi.

Dagskráin er með hefðbundnu sniði en hún hófst með hópaksti um Selfossbæ í kvöld.

Um eitthundrað bílar óku í bílalest um Selfoss og inn á Gesthúsasvæðið en annað eins af bílum mun bætast við í fyrramálið.

 

Á milli klukkan 13 og 18 í dag,  laugardaginn 21. júní 2014,  verður bílasýning á Gesthúsasvæðinu en einnig verður varahluta- og handverksmarkaður, skottmarkaður úr bílum og keppni á fjarstýrðum bílum.

 

Á morgun, sunnudaginn 22. júní 2014,  verða bílaleikir og þrautir á Gesthúsasvæðinu ef veður leyfir.

Sjá:  
http://www.fornbill.is/

 

Hér að neðan eru nokkrir glæsivagnar sem verða til sýnis á Selfossi um helgina:
 

Chevrolet árgerð 1941 í eigu Byggðasafns Árnesinga. Fyrrum slökkvibifreið í Eyrarbakkahreppi.

.

Dodge Luxury Liner árgerð 1939 í eigu Einars Elíassonar á Selfossi. Aftar er De Soto árgerð 1947 í eigu Þórðar Þorsteinssonar á Selfossi.

.

Skráð af Menningar-Staður