Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

26.06.2014 16:21

26. júní 2014 - Afmælisdagur Sigga Björns

Flaggað íslenskum í tilefni dagsins við heimili Árna Benediktssonar hljómsveitarstjóra Æfingar.

 

26. júní 2014 - Afmælisdagur Sigga Björns

 

Flaggað var á Suðurlandi í dag, fimmtudaginn 26. júní 2014, í tilefni afmælisdags tónlistarmannsins Sigga Björns sem býr og starfar í Þýskalandi og víðar um Evrópu. Siggi Björns er einn af meðlimum Hljómsveitarinnar Æfingar frá Flateyri sem fagnaði 45 ára afmælinu í fyrra með útgáfu geisladisks þar sem flest lögin og textar eru eftir Sigga. 


Hljómsveitarstjóri Æfingar, Árni Benediktsson verslunarstjóri í Húsasmiðjunni á Selfossi, flaggaði í tilefni dagsins og bauð í kaffi. 
Hrútavinum á Suðurlandi og víðar eru eru Siggi Björns og Árni Ben. mjög kærir því rekja má upphaf Hrútavinafélagsins Örvars til heimsóknar þeirra á Hrútasýningu að Tóftum í Stokkseyrarhreppi hinum forna haustið 1999.


Siggi Björns leikur í kvöld á Baltic Hotel á Usedon eyju í Þýskalandi en heldur eftir helgi á Borgundarhólm þar sem spilar fram til ágústloka.
Nokkrar myndir hér í tilefni dagsins.

 

Árni Benediktsson.

.

Afmæliskaffi hjá Elsu Jónsdóttur og Árna Benediktssyni en afmælisbarnið er í Þýskalandi.

F.v.: Gróa BJörnsdóttir, Jóna Guðrún Haraldsdóttir, Elsa Jónsdóttir og Árni Benediktsson.

.

Flaggað var þýskum fána í tilefni dagsins hjá forseta Hrútavinafélagsins á Eyrarbakka.

.

Hljómsveitin Æfing á Stóra-Sviðinu í Félagsheimilinu á Flateyri þann 18. maí 2013. 
Þeir eru langt í frá hættir eins og koma mun í ljós.......

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður