Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

27.06.2014 06:51

Framkvæmdir við skólann á Eyrarbakka

 

Framkvæmdir við skólann á Eyrarbakka

 

Sveitarfélagið Árborg vinnur nú að jarðvegsframkvæmdum og yfirborðsfrágangi á aðkomusvæði Barnaskólans á Eyrarbakka. Í framhaldi af útboði var samið við lægstbjóðanda Evu Björk Kristjánsdóttur um verkið. Tilboðsfjárhæð er 19.999.825,-  Verkið felst í m.a. jarðvegsskiptum, jöfnun yfirborðs og lóðarlögun, hellulögn á snjóbræðslu og lagningu malbiks. Einnig er um að ræða þökulagningu á grasi, gróðursetningu ýmissa runna og trjáa, uppsetningu á ljósastaurum ofl. Heildarsvæði útboðsverksins er um 2.680m². Framkvæmdinni verður lokið fyrir 1. september 2014.

Í sumar verður gatan Háeyrarvellir (sem liggur framan við barnaskólann) malbikuð og unnið verður að yfirborðsfrágangi og klæðningu á Merkisteinsvöllum og Hraunteig.

Sjá teikningu

 

.

 

Af www.arborg.is

 

Skráð af Menningar-Staður