Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

27.06.2014 20:29

Kiriyama Family í Stúdíói 12 á RUV

Kiriyama Family og ungir frændur.
 

Kiriyama Family í Stúdíói 12 á RUV
 
 

Hljómsveitin Kiriyama Family var gestur Popplands í dag, föstudaginn 27. júní, og tók hún nokkur lög í beinni útsendingu úr Stúdíói 12.

Kiriyama Family var stofnuð árið 2008 og í dag skipa hana Karl Magnús Bjarnason, Víðir Björnsson, Guðmundur Geir Jónsson, Bassi Ólafsson, Bjarni Ævar Árnason og Hulda Kristín Kolbrúnardóttir en sú síðastnefnda gekk nýlega til liðs við sveitina.

Kiriyama sendi frá sér sína fyrstu plötu árið 2012 og var henni virkilega vel tekið. Sveitin treður upp á tónleikum á Húrra í miðbæ Reykjavíkur í kvöld eftir langt hlé frá tónleikahaldi, en þar mun hún m.a. bjóða upp á glæný lög af væntanlegri plötu.

Kiriyama Family var í stuði í Stúdíói 12 á Rás 2 og tók lögin sín Weekends, af fyrstu plötunni, Anywhere But Here sem er nýtt lag, og síðan Police slagarann Spirit in the Material World, í beinni útsendingu. 

Heyra má lögin  á þessari slóð:
http://www.ruv.is/afthreying/kiriyama-family-i-studioi-12-0

Af www.ruv.is

 

Hér skráð af Menningar-Staður