Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

27.06.2014 12:09

Kiriyama Family treður upp eftir langa hvíld

 

Kiriyama Family treður upp eftir langa hvíld

 

Hljómsveitin Kiriyama Family ætlar að troða upp á tónleikum á Húrra í miðbæ Reykjavíkur í kvöld, föstudagskvöldið 27. júní eftir langa hvíld frá tónleikahaldi.

Sveitin kynnir þar til leiks nýja söngkonu, en það er Hulda Kristín Kolbrúnardóttir, sem meðal annars hefur getið sér gott orð sem söngkona hljómsveitarinnar Aragrúa.

Í bland við gömlu góðu lögin verður boðið upp á glæný lög af væntanlegri plötu sem kemur út í haust.

Einnig koma fram hljómsveitirnar Young Karen (Highlands) og Mixophrygian en tónleikarnar hefjast klukkan 22:00.

Aðgöngumiði á tónleikana kostar 1.000 kr.

 

 

Skráð af Menningar-Staður