Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

01.07.2014 14:05

Norskur kór með tónleika í Selfosskirkju miðvikudagskvöld 2. júlí 2014

 

Norskur kór með tónleika í Selfosskirkju

miðvikudagskvöld 2. júlí 2014

 

Romsdalskoret, sem kemur frá vesturströnd Noregs, verður með tónleika í Selfosskirkju miðvikudaginn 2. júlí kl. 20:00. Annað hvert ári leggur kórinn land undir fót og fer í söngferðalag um Evrópu. Í ár heimsækir kórinn Færeyjar og Ísland.

Tónleikar voru í Laugarneskirkju í Reykjavík 30. júní og síðan í Selfosskirkju miðvikudaginn 2. júlí kl. 20:00. Söngdagskráin er fjölbreytt og frá ýmsum löndum.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.Skráð af Menningar-Staður