Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

02.07.2014 13:01

Bryggjuhátíð á Stokkseyri 18 - 20. júlí 2014

 

Bryggjuhátíð á Stokkseyri 18. – 20.

  júlí 2014

 

Hin árlega Bryggjuhátíð „Brú til brottfluttra“ verður haldinn dagana 18 – 20. júlí nk. á Stokkseyri.

Í ár fara hátíðarhaldarar aftur til upphafsins í dagskrá hátíðarinnar og setja upp þriggja daga veislu á Stokkseyri. Hátíðarkvöldið er á föstudeginum en þá er kvöldvaka við bryggjuna með barnaskemmtun, setningu og brennu.

Fjölmargt er í boði alla helgina og má t.a.m. nefna Polla Pönk og Sirkus Íslands á laugardeginum kl. 11:00, tívolí verður á staðnum eftir hádegi sama dag sem og er hægt að skoða sjúkra-, lögreglu- og slökkvibíla, fara á hestbak eða taka þátt í fjölþraut á íþróttavellinum. Um kvöldin eru dansleikir á Draugabarnum.

Í tengslum við hátíðina er einnig fyrirtæki, sýningarsalir og söfn opin. Nánari dagskrá má sjá hér en tekið skal fram að um drög er að ræða. 

 

Endanlega dagskrá kemur hér inn fljótlega.

BRYGGJUHÁTÍÐ STOKKSEYRI 2014 – dagskrárdrög 2. júlí

 

Af www.arborg.is

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður