Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

02.07.2014 23:27

Romsdalskoret norski með tónleika í Selfosskirkju í kvöld

Romsdalskoret í Selfosskirkju í kvöld. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Romsdalskoret norski með tónleika í Selfosskirkju í kvöld

 

Romsdalskoret, sem kemur frá vesturströnd Noregs, var með tónleika í Selfosskirkju í kvöld, miðvikudaginn 2. júlí 2014.

 

Annað hvert ári leggur kórinn land undir fót og fer í söngferðalag um Evrópu. Í ár heimsækir kórinn Færeyjar og Ísland.

 

Tónleikar voru í Laugarneskirkju í Reykjavík 30. júní og síðan í Selfosskirkju í kvöld, miðvikudaginn 2. júlí.

Söngdagskráin var fjölbreytt og frá ýmsum löndum.

Kórinn er mjög góður og var vel fagnað af þeim fáu sem mættu í Selfosskirkju í kvöld.

Eftir var tekið að enginn forystumaður samfélagsins var á tónleikunum; til þess að flytja norsku gestunum þakkir í lokin eða afhenda blóm eða aðra þakkargjöf sem ætti að vera sjálfsagt við gesti frá okkar kærustu vinaþjóð á Norðurlöndum.

 

Aðgangur var ókeypis og allir velkomnir.Skráð af Menningar-Staður