Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

04.07.2014 18:00

Afmælisdagur Sólheima er á morgun laugardaginn 5. júlí 2014

 

Afmælisdagur Sólheima er á morgun laugardaginn 5. júlí 2014

 

Á morgun laugardag er afmælisdagur Sólheima en þá á staðurinn 84 ára. 

Menningarveislan heldur jafnframt áfram á Sólheimum. 

Á morgun verður hljómsveitin Mógil með tónleika og hefjast þeirkl 14:00. Í hljómsveitinni Mógil eru Heiða Árnadóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Hilmar Jensson, Eiríkur Orri Ólafsson og Joachim Badenhorst. Tónlistin, sem samin er af hljómsveitarmeðlimum, er blanda af djass-, klassík- og þjóðlagatónlist. Mógil býður upp á ævintýralegan, seyðandi og hlýjan tónlistarheim.

 

Kirkjudagur Sólheimakirkju verður sunnudaginn 6. júlí kl. 14:00

Sr. Birgir Thomsen þjónar fyrir altari og ræðumaður dagsins er Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri. Organisti er Jón Bjarnason og einsöng syngur Þóra Gylfadóttir. Meðhjálpari er Erla Thomsen

Allir eru hjartanlega velkomnir að Sólheimum.

Á þriðjudaginn kl 17:00 mun Ágúst Friðmar Backmann ganga með gestum Sólheima um ræktunarsvæðið og húsin til að kynna lífræna ræktun, moltugerð, ormaræktun, fiskeldi í gróðurhúsum o.fl. Hópurinn hittist við kaffihúsið á Sólheimum kl 17:00.

Kaffihúsið, verslunin og sýningarnar verða opnar alla daga kl 12:00-18:00.

 


Eyrbekkingurinn Guðmundur Ármann Pétursson er framkvæmdastjóri Sólheima.

Af www.dfs.is

 

Skráð af Menningar-Staður