Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

04.07.2014 06:22

Nýr starfsmaður í upplýsingamiðstöðinni að Stað á Eyrarbakka

Siggeir Ingólfsson og Írena Ósk Brynjarsdóttir. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Nýr starfsmaður í upplýsingamiðstöðinni að Stað á Eyrarbakka

 

Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka sendi Bæjarráði Árborgar styrkbeiðni um 50% stöðu í upplýsingamiðstöðinni að Stað á Eyrarbakka.

Bæjarráð samþykkti þetta á fundi 26. júní og fól framkvæmdastjóra að ræða við umsækjanda.

Niðurstaða þessa máls er sú að Írena Ósk Brynjarsdóttir á Eyrarbakka er komin til starfa í júlímánuði í upplýsingamiðstöðinni að Stað í 50% stöðu sem Vinnuskóli Árbogar leggur til.

Írena Ósk flutti til Eyrarbakka ásamt fjölskyldu frá Hafnarfirði í desember 2013.Menningar-Staður færðiu til myndar þegar Siggeir Ingólfsson tók á móti Írenu Ósk til starfa nú í byrjun mánaðar.

 

 

Skráð af Menningar-Staður