Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

05.07.2014 08:01

15 ára klippingaafmæli á Rakarastofu Björns og Kjartans 4. júlí 2014

F.v.: Björn Ingi Gíslason, Sigurður Hermannsson, Ingvar Jónsson og Björn Ingi Bjarnason. 

Ljósm.: Björn Daði Björnsson og BIB

 

15 ára klippingaafmæli á Rakarastofu Björns og Kjartans 4. júlí 2014

Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi gerði sig breitt á Rakarastofu Björns og Kjartans við Austurveginn á Selfossi í gærmorgun, -  4. júlí 2014 á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna.

Hrútavinafélagið átti rakarastofuna fyrstu tvær klukkustundirnar. Ástæðan var að þarna var eitt af atriðum í 15 ára afmælishaldi félagsins í ár en félagið var stofnað að Tóftum í Stokkseyrarhreppi hinum forna haustið 1999. Þá var jafnframt verið að fagna því að forseti félagsins, Björn Ingi Bjarnason að Ránargrund á Eyrarbakka, hefur öll þessi 15 ár komið reglulega í –slipp- á rakarastofuna hjá feðgunum en svo nefna Hrútavinar að fara í klippingu.
Þarna var framkvæmd fyrsta –forsetaklippingin- það er að Kjartan Björnsson, hinn nýi forseti bæjarstjórnar Árborgar, klippti þarna sem forseti forseta Hrútavinafélagsins fyrsti sinni.

Guðfaðir Hrútavinafélagsins, Bjarkar Snorrason frá Tóftum og nú í Brattsholti í Stokkseyrarhreppi hinum forna, fór einnig í slipp í tilefni afmælisins. Það gerðu einnig Hrútavinirnir; Sigurður Hermannsson skógarbóndi í Gerðakoti og fyrrum yfirþvottameistari í Árnesi í Þorlákshöfn og Ingvar Jónsson rútubílstjóri á Selfossi og fyrrum kaupmaður í Sportbæ á Selfossi. Þeir voru teknir formlega í Hrútavinafélagið þarna á staðnu við mikla gleði beggja.

Rifjaðar voru upp nokkrar góðar –rakarasögur- frá 15 ára farsælli samleið Rakarastofu Björns og Kjartans með Hrútavinafélaginu.

Feðgarnir; Björn Ingi Gíslason, Kjartan Björnsson og Björn Daði Björnsson sögðu þennan morgun með þeim bestu í sögu rakarastofunnar.

Menningar-Staður færði til myndar og er myndaaalbúm komið hér ínn á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/263259/


Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður