Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

05.07.2014 06:32

Er með sterkar rætur á Norður-Ströndum

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Guðjón A. Kristjánsson, fyrrv. alþingismaður og skipstjóri – 70 ára í dag - 5. júlí 2014

 

Er með sterkar rætur á Norður-Ströndum

 

Guðjón Arnar Kristjánsson fæddist á Ísafirði 5. júlí 1944 og ólst þar upp. „Ég var í sveit á Höfðaströnd í Jökulfjörðum hjá Kristjáni Lyngmó og Ólínu Jónasdóttur, en við erum systkinabörn. Ég var einnig í sveit í Reykjarfirði hjá Jakobi og Matthildi, afa og ömmu. Á þessum árum var ennþá heyjað á engjum og sátur settar á hesta og fluttar heim á tún til þurrkunar í hestalestum yfir ár og vötn. Svartfuglinn og egg voru sótt í Hornbjarg, selveiðar stundaðar og fiskveiðar. Viðarrekinn var sóttur og unninn í smíðavið og girðingarstaura. Þetta var allt auðvitað merkileg lífsreynsla að búa að á 21. öldinni, að læra hvernig fólkið á Norður-Ströndum komst af við náttúruna sem vissulega gat oft verið hörð og óvægin.“

 

Starfsferill

Guðjón tók stýrimannanám á Ísafirði 1964-1965 og fiskimannapróf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1966. Hann byrjaði á sjó 1959 og varð stýrimaður 1965 og skipstjóri 1967-1997, lengst af á Páli Pálssyni ÍS-102 frá Hnífsdal.

Guðjón var formaður Skipstjóra- og stýrimannfélagsins Bylgjunnar 1975-1984 og forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands 1983-1999 og sat í stjórn þess félags 1979-1999.

Hann sat í Verðlagsráði sjávarútvegsins og starfsgreinaráði hans, sat í stjórn Fiskveiðasjóðs, í skólanefnd Stýrimannaskólans, í stjórn Fiskifélags Íslands og í stjórn Slysavarnaskóla sjómanna og var varafiskimálastjóri.

Guðjón var alþingismaður 1999-2009 fyrir Frjálslynda flokkinn og var formaður flokksins 2003 til 2010. Hann hafði verið varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1991.

Hann sat í sjávarútvegsnefnd 1999-2003, allsherjarnefnd 2001-2003, kjörbréfanefnd 2003-2007, samgöngunefnd 2003-2009, sérnefnd um stjórnarskrármál 2004-2005, stjórnarskrárnefnd 2005-2007, fjárlaganefnd 2006-2009 og sérnefnd um stjórnarskrármál (seinni) 2009. Hann var í Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2007-2009.

Guðjón hefur ritað fjölda greina um ýmis sjávarútvegsmál í Sjómannablaðið Víking, Fiskifréttir og dagblöð. Hann skrifaði smásöguna Krumluna sem birtist í bókinni Á lífsins leið árið 1999. Guðjón vinnur nú í ritnefndarhópi bókaflokks um skipstjórnarmenn. Út eru komin tvö bindi af 7-8 bindum.

„Áhugamál mín eru einkum fiskveiðar og líffræði sjávar og annað náttúrufar, hef einnig áhuga á sögu þjóðar og þjóðfélagsmálum. Ég hlusta á harmóníkutónlist og er söngglaður í góðra vina hópi.“

 

Fjölskylda

Eiginkona Guðjóns er Maríanna Barbara Kristjánsson, f. 7.10. 1960 iðnaðarmaður. Foreldrar hennar: Theofil Kordek og k. h. Stanislawa Kordek. Fyrri eiginkona Guðjóns var Björg Hauksdóttir, f. 24.1. 1941, d. 25.11. 1999. Þau skildu.

Systkini Guðjóns eru Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, f. 26.9. 1935, fyrrverandi alþingismaður og formaður Landssambands eldri borgara, Þrúður Kristjánsdóttir, f. 21.7. 1938, fyrrv. skólastjóri í Búðardal, Fjóla Kristjánsdóttir, f. 25.8. 1939, fyrrv. skrifstofumaður í Reykjavík, Laufey Erla Kristjánsdóttir, f. 17.9. 1940, fyrrv. atvinnurekandi og matráður í Reykjavík, Freyja, f. 3.5. 1942, rak Brúarkrána í Álaborg, bús. þar, Matthildur, f. 12.3. 1946, skrifstofumaður í Reykjavík, Jakob Kristján, f. 2.2. 1952, lífefnafræðingur, og Anna, f. 28.7. 1957, starfsmaður Tryggingastofnunar á Ísafirði.

Dóttir Guðjóns og Ástríðar Ingimarsdóttur er Guðrún Ásta, f. 7.3. 1963, húsmóðir í Kópavogi. Dóttir Guðjóns og Ingigerðar Friðriksdóttur er Ingibjörg Guðrún, f. 31.1. 1966, rekur Íslenska fjallaleiðsögumenn, bús. í Reykjavík. Synir Guðjóns og Bjargar eru Kristján Andri, f. 27.8. 1967, skipstjóri, útgerðarmaður og bæjarstjórnarfulltrúi á Ísafirði, Kolbeinn Már, f. 19.1. 1971, prentari í Reykjavík, Arnar Bergur, f. 10.9. 1979, prentari og ljósmyndari í Reykjavík. Kjörbörn Guðjóns og börn Maríönnu eru Margrét María, f. 16.8. 1979, listakona í Reykjavík, og Júrek Brjánn, f. 18.4. 1981, bifvélavirki og kvikmyndagerðarmaður í London. Guðjón á 14 barnabörn og 5 langafabörn.

Foreldrar Guðjóns voru Kristján Sigmundur Guðjónsson, f. 17.11. 1911, d. 22.12. 1989, smiður á Ísafirði og k.h. Jóhanna Jakobsdóttir, f. 16.10. 1913, d. 9.12. 1999, húsmóðir.

Morgunblaðið laugardagurinn 5. júlí 2014.

Páll Pálsson ÍS 102  Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.Skráð af Menningar-Staður