Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

08.07.2014 07:02

25. sumarvertíð Sigga Björns á Bornholm að byrja

Siggi Björns á bryggjunni í Östre-Sömarken og bendir upp á bakkann þar sem veitingahúsið Bakkarögeriet stendur.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason

 

25. sumarvertíð Sigga Björns á Bornholm að byrja

 

Annað kvöld, miðvikudagskvöldið  10. Júlí 2014, byrjar  tónleikavertíðinni þetta árið hjá Sigga Björns á Borgundarhólmi (Bornholm) – dönsku sólskinseyjunni í Eystrasalti rétt sunnan við Svíþjóð.

Þar hefur hann leikið á sumrum samfellt í 24 ár og er þetta því 25. vertíðin sem  er að byrja.

Fyrstu árin lék hann á nokkrum stöðum á Bornholm en í rúman einn og hálfan áratug hefur hann leikið samfellt á Bakkarøgeriet í strandþorpinu Østre Sømark.   

Siggi Björns nýtur gríðarlegra vinsælda á Bornholm, bæði meðal sumargesta og ekki síður hjá heimamönnum. Honum er fagnað af hjartnæmum alþýðleika hvar sem hann fer um á Bornholm.

.

.

.

.

Hér eru ungir Eyrbekkingar og aðdáendur Sigga Björns á Bornholm sumarið 2012.
F.v.: Ólafur Bragason, Siggi Björns og Björn Ingi Bragason.


Skráða f Menningar-Staður