Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

11.07.2014 06:59

Aldrei fleiri fang­ar í námi


Litla-Hraun á Eyrarbakka.  Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

Aldrei fleiri fang­ar í námi

Aldrei fyrr hef­ur ann­ar eins fjöldi fanga verið inn­ritaður í nám á Litla-Hrauni og Sogni og á síðastliðnu skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Fang­els­is­mála­stofn­un.

Á haustönn 2013 inn­rituðust alls 68 nem­end­ur í nám, en vorönn 2014 var sú aðsókn­ar­mesta hingað til og voru 70 nem­end­ur þá inn­ritaðir, eða um 70% fanga í fang­els­un­um tveim­ur. Af þess­um fjölda voru fjór­ir inn­ritaðir í há­skóla­nám, 65 í nám á veg­um Fjöl­brauta­skóla Suður­lands og einn í nám á veg­um Mennta­skól­ans í Kópa­vogi.

„Þetta er ótrú­lega já­kvæð þróun,“ seg­ir Páll E. Win­kel fang­els­is­mála­stjóri. „Það að fang­ar stundi nám er einn af meg­inþátt­um þess að draga úr lík­um á end­ur­komu.“

Morgunblaðið föstudagurinn 11. júlí 2014Skráð af Menningar-Staður