Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

11.07.2014 18:53

Bryggjugleði við Herjólfshúsið í Þorlákshöfn á morgun - 12. júlí 2014

 

Bryggjugleði við Herjólfshúsið í Þorlákshöfn

á morgun - laugardaginn 12. júlí 2014

 

Á morgun verður sannkölluð bryggjugleði við Herjólfshúsið í Þorlákshöfn en þá verður boðið upp á skemmtun fyrir alla fjölskylduna kl. 13–16. 

Meðal þess sem verður á dagskránni er dorgveiðikeppni þar sem veitt verða verðlaun fyrir stærsta fiskinn og humarsmakk í boði útgerðafyrirtækisins Auðbjargar. Þá geta litlir listamenn föndrað í sérstöku listahorni og hægt verður að fylgjast með handverksfólki við vinnu, en í sumar er starfræktur handverksmarkaður í Herjólfshúsinu.

Þetta er þriðja sumarið sem handverksmarkaður er starfræktur í Herjólfshúsinu, en þar er einnig kaffihús og upplýsingamiðstöð.

Opið er alla daga kl. 10–17. Reksturinn er í höndum Handverksfélags Ölfuss og því handverk frá listafólki í sveitarfélaginu auðvitað miðpunktur starfseminnar. Einnig er til sölu humar, kjötvörur beint frá býli, harðfiskur og söl.

Frekari upplýsingar um dagskrá Bryggjugleðinnar er að finna á Facebooksíðu Herjólfshússins.  Skráð af Menningar-Staður