Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

12.07.2014 07:24

Fischerssetrið á Selfossi eins árs - 11. júlí 2014

Guðmundur G. Þórarinsson í Fischerssetrinu á Selfossi í gær. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

.

 

Fischerssetrið á Selfossi eins árs – 11. júlí 2014

 

Fischerssetrið við Austurveg á Selfossi fagnaði eins árs afmælinu með þjóðlegum veitingum  og fyrirlestri í gær föstudaginn 11. júlí 2014. Þar fjallaði Guðmundur G. Þórarinsson,  f.v. forseti  Skáksambands Íslands, verkfræðingur  og alþingismaður,  um Lewis taflmennina marg frægu.

Lewis taflmennirnir eru taldir elsta fyrirmynd nútíma taflmanna. Þeir fundust á Lewis eyju við strönd Skotlands, eru taldir vera rúmlega 800 ára gamlir og álíta Bretar þá eina af sínum merkustu fornmunum.  Margar kenningar eru uppi um uppruna þeirra, en Guðmundur hefur aflað gagna sem renna styrkum stoðum undir þá kenningu að þeir séu upprunalega frá Íslandi og gerðir af listakonunni Margréti hinni högu  í Skálholti sem var höfuðstaður Íslands um aldir.

 

Menningar-Staður var á staðnum í Fischerssetri á Selfossi í gær og færði til myndar.
Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað.
Myndaalbúmið er á þessari slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/263479/Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður