Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

13.07.2014 06:17

Bryggjugleði við Herjólfshúsið í Þorlákshöfn - laugardaginn 12. júlí 2014

Eyrbekkingurinn Ólafur Bragason á Sólbakka í Kaupmannahöfn á Þorlákshafnarbryggju í gær.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Bryggjugleði við Herjólfshúsið í Þorlákshöfn  - laugardaginn 12. júlí 2014

 

Í gær, laugardaginn 12. júlí 2014, var sannkölluð bryggjugleði við Herjólfshúsið í Þorlákshöfn en þá var boðið upp á skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Meðal þess sem var á dagskránni var dorgveiðikeppni þar sem veitt voru verðlaun fyrir stærsta fiskinn.

Humarsmakk í boði útgerðafyrirtækisins Auðbjargar. Þá gátu  litlir listamenn föndrað í sérstöku listahorni og hægt var að fylgjast með handverksfólki við vinnu, en í sumar er starfræktur handverksmarkaður í Herjólfshúsinu.

Þetta er þriðja sumarið sem handverksmarkaður er starfræktur í Herjólfshúsinu, en þar er einnig kaffihús og upplýsingamiðstöð.

 

Eyrbekkingurinn Ólafur Bragason á Sólbakka í Kaupmannahöfn þók þátt í dorgveiðikeppninni. 

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður