Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

14.07.2014 06:32

Hafliðadagur í Bókakaffinu 16. júlí 2014

Hafliði Magnússon framan við Sunnlenska bókakaffið á Selfossi árið 2008.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason

 

Hafliðadagur í Bókakaffinu 16. júlí 2014

 

Hafliðadagurinn verður haldinn hátíðlegur með menningardagskrá í Sunnlenska Bókakaffinu á Selfossi miðvikudaginn 16. júlí 2014 klukkan 17 -18.

 

Það eru Sunnlenska Bókakaffið, Hrútavinafélagið Örvar og Vestfirska forlagið á Þingeyri (20 ára i ár) sem standa að dagskránni sem er haldin ár hvert í minningu Hafliða Magnússonar (1935-2011) rithöfundar og alþýðu listamanns frá Bíldudal sem bjó á Selfossi síðstu æviárin. 

Lesið verður úr verkum Hafliða og rithöfundar og skáld koma fram.

 

Dagskráin er enn í mótun en vitað er að eftirtaldir munu stíga á stokk:

Skagfirðingurinn og skáldið Kristján Runólfsson í Hveragerði

Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, þýðandi, ljóðskáld og sagnahöfundur

Bjarni Harðarson rithöfundur og bókaútgefandi á Selfossi

Benedikt Jóhannsson ljóðskáld frá Stóru Sandvík
Björn Ingi Bjarnason, forseti Hrútavinafélagsins Örvars
Bókalottó frá Vestfirska forlaginu á Þingeyri.

 

Menningarkakó Hrútavinafélagsins verður á sérstöku tilboðsverði og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

 

 

Skráð af Menningar-Staður