Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

14.07.2014 08:03

Nafngjöf og sjósetning miðvikudaginn 16. júlí 2014 kl. 20:00

Siggeir Ingólfsson staðarhaldari að Stað og útgerðarmaður.  Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Nafngjöf og sjósetning miðvikudaginn 16. júlí  2014 kl. 20:00
 

Siggeir Ingólfsson, staðarhaldariað í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka, fer fyrir Samvinnufélagi útvegsmanna úr hópi alþýðunnar á Eyrarbakka sem keypt hefur bát og er að hefja  útgerð frá Eyrarbakka.

 

Báturinn er opinn árabátur með mótor og verður fyrst og fremst notaður til skerjaveiða við Eyrarbakka ásamt öðru tilfallandi.

Þeir sem að Samvinnufélaginu standa með einum eða öðrum hætti búa allir yfir mikilli reynslu í sjávarútvegi; bæði til sjósóknar og vinnslu í landi sem mun reynast þessu merkilega framtaki vel.

 

Bátnum hefur verið ákveðið nafn sem kunngert verður við hátíðlega athöfn framan við Stað nú á miðvikudaginn 16. júlí 2014 kl. 20:00. Nafnið hefur enginn bátur borið fyrr á Eyrarbakka að vitrustu manna minni.

Að nafngjöf lokinni mun báturin síðan fara í fyrstu ferðina frá Eyrarbakkabryggju.

 

Allir hjartanlega velkomnir til þessarar hátíðarstundar.

 

.

Siggeir Ingólfsson við nýja bátinn.

.

.

Skráð af Menningar-Staður