Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

14.07.2014 07:09

Samráðsfundur við Ströndina

F.v.: Vigfús Helgason á Stokkseyri og Siggeir Ingólfsson á Eyrarbakka. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Samráðsfundur við Ströndina

 

Formenn hverfaráðanna á Eyrarbakka og Stokkseyri hittust í óformlegu morgunspjalli,  –samráði- og stefnumótun í Alþýðuhúsinu í Félagsheimilunu Stað á Eyrarbakka í gærmorgun, sunnudaginn 13. júlí 2014.

Þetta voru þeir Siggeir Ingólfsson formaður Hverfisráðs á Eyrarbakka,  sem fæddur er á Syðra-Seli við Stokkseyri þann  17. september 1952 og Vigfús Helgason formaður Hverfisráðs á Stokkseyri, sem fæddur er í Breiðabliki/Búðarhamri á Eyrarbakka þann 29. mars 1950.

Báðir eiga djúpar rætur og mörg eftirminnileg sporin í báðum þorpunum við Ströndina og víðar á Suðurlandi og var hluti þess rifjaður upp í morgunspjallinu.

Vigfús Helgason lýsti miklum áhuga um að fara í heimsókn á fæðingarstað sinn í Breiðabliki/Búðarhamri, sem nú er Bakkastofa,  og var slík ferð ákveðin og tilkynnist þeim sem málið varðar hér með.

 

F.v.: Vigfús Helgason, Siggeir Ingólfsson og Atli Guðmundsson.

.

F.v.: Vigfús Helgason, Atli Guðmundsson og Björn Ingi Bjarnason.

.

Skráða f Menningar-Staður