Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

17.07.2014 22:24

Bryggjuhátíð á Stokkseyri 18 - 20. júlí 2014 - dagskrá hátíðarinnar


Frá Bryggjuhátíð á Stokkseyri. Tónleikar á Hrútavina-Sviðinu. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 Bryggjuhátíð á Stokkseyri 18 – 20. júlí 2014 – dagskrá hátíðarinnar

 

Hin árlega Bryggjuhátíð „Brú til brottfluttra“ verður haldinn dagana 18 – 20. júlí 2014 á Stokkseyri.

Í ár fara hátíðarhaldarar aftur til upphafsins í dagskrá hátíðarinnar og setja upp þriggja daga veislu á Stokkseyri. Hátíðarkvöldið er á föstudeginum en þá er kvöldvaka við bryggjuna með barnaskemmtun, setningu og brennu.

Fjölmargt er í boði alla helgina og má t.a.m. nefna Polla Pönk og Sirkus Íslands á laugardeginum kl. 11:00, tívolí verður á staðnum eftir hádegi sama dag sem og er hægt að skoða sjúkra-, lögreglu- og slökkvibíla, fara á hestbak eða taka þátt í fjölþraut á íþróttavellinum. Um kvöldin eru dansleikir á Draugabarnum.

Í tengslum við hátíðina er einnig fyrirtæki, sýningarsalir og söfn opin.

 

Nánari dagskrá má sjá hér: Bryggjuhátíð 2014 – dagskrá

 

.

.

 

Af www.arborg.is

 

Hér skráð af  Mennihngar-Staður