Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

18.07.2014 16:55

Bryggjuhátíðin á Stokkseyri 10 ára - 2004 - 2014

 

 

Bryggjuhátíðin á Stokkseyri 10 ára  -  2004 - 2014

 

Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi var upphafsaðili Bryggjuhátíðarinnar  á Stokkseyri árið 2004 í breiðfylkingu aðila á svæðinu. Hrútavinafélagið hélt  forystuhlutverki um Bryggjuhátíðina  fram til ársins 2011 eða í alls átta hátíðir.

Er hátíðin ein hinna veglegu bæjarhátíða á Suðurlandi  og í ár var ákveðið af Stokkseyringum að færa Bryggjuhátíðina að mestu til fyrra horfs.

 

Hrútavinafélagið hefur heiðrað mann og annan á öllum hátíðunum átta sem félagið stóð að og hefur þetta mælst mjög vel fyrir.

 

Á 5 ára afmæli Bryggjuhátíðarinnar og t10 ára afmæli Hrútavinafélagsins Örvars árið 2009 voru tíu Stokkseyringar heiðraðir fyrir góð störf í samfélaginu.

 

Stokkseyringa tíu sem voru heiðraðir á Bryggjuhátíðinni  2009 fyrir ýmis störf í Stokkseyrarsamfélaginu síðustu ár og áratugi eru:

 

Kristrún Ósk Kalmannsdóttir, húsmóðir, hagleikskona og umboðsmaður Morgunblaðsins,

Margrét S. Frímannsdóttir forstöðumaður á Litla-Hrauni, f.v. oddviti og alþingismaður,

Guðrún Kristmannsdóttir húsmóðir og fiskverkakona í rúma hálfa öld,

Ragnhildur Jónsdóttir, húsmóðir og meðhjálpari í Stokkseyrarkirkju,

Grétar Zópaníasson, starfsmaður Árborgar og síðasti sveitarstjóri á Stokkseyri,

Kristján Friðbergsson f.v. forstöðumaður á Kumbaravogi,

Sigríður Kolbrún Guðjónsdóttir, f.v. hjúkrunarforstjóri á Kumbaravogi,

Helga Jónasdóttir, húsmóðir og starfskona við barnaskólann á Stokkseyri í rúm 30 ár,

Theódór Guðjónsson f.v. skólastjóri barnaskólans á Stokkseyri um árabil,

og séra Úlfar Guðmundsson f.v. sóknarprestur á Stokkseyri í áratugi.

 

Skráð af Menningar-Staður