Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

18.07.2014 10:38

Skálholtshátíð 2014

 

Skálholtshátíð 2014

 

Árleg Skálholtshátíð verður haldin dagana 19.-20. júlí. Málþing verður haldið um séra Hallgrím Pétursson, tengsl hans við Skálholt og Brynjólf Sveinsson biskup. Pílagrímar munu ganga í fótspor Daða Halldórssonar og Ragnheiðar Brynjólfsdóttur. Fornleifakynning við uppgröft, leikir fyrir börnin, útimarkaður og fugla- og grasaganga eru meðal dagskrárliða auk Sumartónleikanna sem nú eru haldnir í fertugasta sinn. Dagskráin í Skálholti er sem hér segir:

Fimmtudagur 17. júlí kl 20:00 Sumartónleikar í Skálholtskirkju – Voces Thules.

Föstudagur 18.júlí kl. 20:00 Sumartónleikar í Skálholtskirkju - Bachsveitin í Skálholti.

Laugardagur 19. júlí:

Kl. 9.00 Morgunbænir í kirkjunni.

Kl 10.15  Aðalfundur Skálholtsfélags hins nýja í kennsluálmu Skálholtsskóla.

Kl. 12.00 Messa við Þorlákssæti og setning Skálholtshátíðar.

Kl. 13.30 Útidagskrá hefst (ef veður leyfir):

- Útimarkaður við gestastofu.

- Fornleifakynning við uppgröft Skálholtsstaðar, umsjón Mjöll Snæsdóttir.

Kl. 14.00 Leikir barna, á túninu við bílastæðið, umsjón Margrét Bóasdóttir.

Kl. 14.00 Fugla- og grasaganga, umsjón Gunnar Tómasson.

Kl. 13.30 Málþing í Skálholtsskóla. Minning séra Hallgríms Péturssonar og tengsl hans við Skálholt og Brynjólf biskup Sveinsson.

Kl. 13.30 Málþing sett. Margrét Bóasdóttir, sópran og Jón Bjarnason, píanó, flytja sálm HallgrímsPéturssonar “Allt eins og blómstrið eina” við lag Gunnars Þórðarsonar úr óperunni Ragnheiður.

Kl. 13.35 Fyrirlestur.  Morten Fink Jensen: Hallgrímur Pétursson og det religiøse miljø i 1600 – tallets Danmark.

Kl. 14.20 Umræður og fyrirspurnir í umsjá Margrétar Eggertsdóttur og Þórunnar Sigurðardóttur.

Kl. 14.35 Kaffihlé

Kl. 14.50 Fyrirlestur Torfi K Stefánsson Hjaltalín: „Dýrlingur vor“ sr. Hallgrímur Pétursson og trúarlegarfleifð hans.

Kl. 15.35 Umræður og fyrirspurnir í umsjá Margrétar Eggertsdóttur og Þórunnar Sigurðardóttur.

Kl. 16.00 Slit málþings.

Kl. 16.00 Sumartónleikar í Skálholtskirkju : Frumkvöðlar á fertugasta sumri – Bachsveitin. Bachsveitin í Skálholti flytur strengjatónlist og kantötur. Leiðari Peter Spissky, einsöngvari Jóhanna Halldórsdóttir, alt.

Kl 18.00  Kvöldbænir í Skálholtsdómkirkju.                       

Kl. 21.00 Sumartónleikar  í Skálholtskirkju : Frumkvöðlar á fertugasta sumri – Bachsveitin. Bachsveitin í Skálholti flytur strengjatónlist frá hátindi barokktímans. Leiðari Peter Spissky, einleikari Elfa Rún Kristinsdóttir, einsöngvari Jóhanna Halldórsdóttir, alt.

Kl 21.00 Kvöldbænir með pílagrímum í Skálholtsbúðum.

Sunnudagur 20. júlí

Kl. 9.00  Morgunbænir í Skálholtsdómkirkju.

Kl. 11.00 Orgeltónleikar. Jón Bjarnason, organisti.

Kl. 14.00  Hátíðarmessa með þátttöku pílagríma. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir predikar, séra Egill Hallgrímsson sóknarprestur og séra Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup þjóna fyrir altari. Skálholtskórinn syngur. Einsöngvari Margrét Bóasdóttir. Organisti og kórstjóri Jón Bjarnason.Kirkjukaffi í matsal Skálholtsskóla að messu lokinni.

Kl. 16.15 Hátíðarsamkoma í Skálholtsdómkirkju.

- Jón Bjarnason organisti leikur kóralforspil eftir Þorkel Sigurbjörnsson yfir sálminn Lofið Guð ó,lýðir göfgið hannFrumhöfundur sálmsins er séra Jón Þorsteinsson, kallaður píslarvottur, sem myrtur var í Tyrkjaráninu 1627 (f. 1570  d.17.júlí 1627). Hann var fyrst prestur að Húsafelli í Borgarfirði tvö ár, síðan að Torfastöðum í Biskupstungum  sjö ár og síðast að Kirkjubæ í Vestmannaeyjum. Kona hans og börn voru tekin til fanga og flutt í Barbaríið eins og Guðríður Símonardóttir sem síðar varð kona Hallgríms Péturssonar. 

- Setning og ávarp, séra Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup.

- Kórsöngur: Gefðu að móðurmálið mitt. Hallgrímur Pétursson / Íslenskt þjóðlag. Legg ég nú bæði líf og önd Hallgrímur Pétursson/Þorkell Sigurbjörnsson. Allt eins og blómstrið eina. Sálmur Hallgríms Péturssonar við lag Gunnars Þórðarsonar úr óperunni Ragnheiður. Margrét Bóasdóttir og Skálholtskórinn, stjórnandi Jón Bjarnason.

- Hátíðarræða, herra Karl Sigurbjörnsson, biskup.  Hallgrímur Pétursson og Skálholt.

- TónlistLysting er sæt að söng. Gamall íslenskur söngur í laggerð fyrir sópran og selló eftir Snorra Sigfús Birgisson. Margrét Bóasdóttir, sópran, Sigurður Halldórsson, selló. Ó, ég manneskjan aumaÚr kvæðabók Ólafs á Söndum. Orgelútsetning eftir Misti Þorkelsdóttur. Brynjólfur biskup Sveinsson hafði mikið dálæti á þessum sálmi. Brynjólfur lést 5. ágúst 1675 og var sálmurinn  sunginn við útför hans.Margrét Bóasdóttir, sópran. Jón Bjarnason, orgel.

- Erindi: Jón Sigurðsson, formaður Skálholtsfélags hins nýja. Skálholtsfélag hið nýja og verkefni þess til eflingar og uppbyggingar í Skálholti. 

- Almennur söngur: Sálmur sb 940. Ungmenna bænarkorn á kvöld. Nú vil ég enn í nafni þínu.Hallgrímur Pétursson / Íslenskt þjóðlag.

- Lokaorð, bæn og blessun. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir.      

- Orgelleikur:  J. S. Bach. Fúga í D-dúr BWV 532. Jón Bjarnason, organisti.

Kl. 18.  Kvöldbænir og hátíðarslit.

Nánari upplýsingar um dagskrá Skálholtshátíðar og aðra dagskrá í Skálholti má finna á heimasíðunniwww.skalholt.is .

Þess má geta að pílagrímar munu ganga frá þremur stöðum til Skálholtshátíðar. Lengsta gangan er frá Bæ í Borgarfirði og tekur fimm daga. Hún hófst þriðjudaginn 15. júlí. Sjáhttp://pilagrimar.is/velkomin.html.   Önnur gangan er úr Hreppunum og tekur þrjá daga. Hún hefst við Stóra–Núpskirkju föstudaginn 18.júlí kl. 16. http://www.dfs.is/frettir/6253-pilagrimaganga-ur-hreppum-a-skalholtshatie-18-20-juli. Þriðja gangan er hin hefðbundna tveggja daga ganga frá Þingvallakirkju að Skálholtskirkju. Hún hefst kl. 9 laugardaginn 19. júlí með ferðabæn og fararblessun.http://skalholt.is/pilagrimsgongur

.
.
 
Skráð af Mernningar-Staður