Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

20.07.2014 08:12

Leiðsögn um Listasafn Íslands

Eyrbekkingurinn Sigurjón Ólafsson.

 

Leiðsögn um Listasafn Íslands

 

Listfræðingurinn Rakel Pétursdóttir leiðir gesti um sýninguna Spor í sandi í dag, sunnudaginn 20. júlí 2014, kl. 14 í Listasafni Íslands að Fríkirkjuvegi 7 í REykjavík.

Þar má sjá lykilverk Eyrbekkingsins Sigurjóns Ólafssonar en hann var meðal allra áhrifamestu listamanna Íslands á eftirstríðsárunum, en grunninn að listsköpun sinni lagði hann í Danmörku á fjórða og fimmta áratug liðinnar aldar.

Auk þess að taka virkan og mótandi þátt í danskri framúrstefnulist á þeim viðsjárverðu tímum þegar Danmörk var hernumin, var hann alla ævi í fararbroddi íslenskrar höggmyndalistar.

 

Sýningarstjórar eru Birgitta Spur og Æsa Sigurjónsdóttir.

 

Listasafn Íslands.Skráð af Menningar-Staður