Skálholtsdómkirkja.
21. júlí 1963 - Skálholtskirkja var vígð við hátíðlega athöfn
Skálholtsdómkirkja var vígð þann 21. júlí 1963 við hátíðlega athöfn að viðstöddum áttatíu prestum, próföstum og biskupum.
„Skálholt er meira en minningin, hærra en sagan,“ sagði Sigurbjörn Einarsson biskup í vígsluræðunni. „Heill og blessun búi hér og breiðist héðan út.“
Skálholtsdómkirkju teiknaði Hörður Bjarnason arkitekt. Hann er faðir Áslaugar Harðardóttur í Norðurkoti á Eyrarbakka en maður hennar er Jón Hákon Magnússon sem lést nú föstudaginn 18. júlí 2014.
Morgunblaðið mánudagurinn 21. júlí 2014 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.
Skráð af Menningar-Staður
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is