Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

21.07.2014 14:21

Stokkseyringur toppar á Tálknafirði

 

Oddvita- og sveitarstjórahjónin á Tálknafirði

Indriði Indriðason og Anna Árdís Helgadóttir.
 

Stokkseyringur toppar á Tálknafirði

 

Indriði Indriðason, sem um árabil bjó á Stokkseyri ásamt eiginkonu sinni Önnu Árdísi Helgadóttur og fjölskyldu,  var kjörinn oddviti Tálknafjarðarhrepp á fundi sveitarstjórnar í síðustu viku.

Indriði hlaut flest atkvæði í kosningu til sveitarstjórnar í vor og var gengið frá áframhaldandi ráðningu hans sem sveitarstjóra í júní.  Á fundinum tilnefndi hann síðan Ásgeir Jónsson sem varaoddvita og var það samtþykkt. Með þeim í sveitarstjórn eru Kristinn Hilmar Marinósson, Eva Dögg Jóhannesdóttir og Jón Örn Pálsson.

 

Úrslit sveitarstjórnarkosninga í Tálknafjarðarhreppi 31. maí 2014

Í sveitarstjórn voru kosnir eftirtaldir:

Indriði Indriðason                  82 atkvæði

Kristinn Marinósson               78 atkvæði

Eva Dögg Jóhannesdóttir      71 atkvæði

Jón Örn Pálsson                     65 atkvæði

Ásgeir Jónsson                       39 atkvæði

 

Fyrir allnokkrum árum á Stokkseyri.
F.v.: Indriði Indriðason, Helgi Ívarsson og Birgir Marteinsson. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.


Skráð af Menningar-Staður