Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

22.07.2014 06:51

Húsin fimmtíu sem urðu söfn

Húsið og Assistentahúsið á Eyrarbakka tilheyra Húsasafninu. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Húsin fimmtíu sem urðu söfn

 

Fjöldi gamalla húsa um allt land tilheyrir Húsasafni Þjóðminjasafnsins. Til stóð að rífa sum þeirra en önnur voru illa farin þegar safnið tók þau til varðveislu. Húsasafnið veitir innsýn í húsakost þjóðarinnar hér áður fyrr auk þess sem þau sýna þá þróun sem orðið hefur í húsagerð á Íslandi.

Á meðal þeirra húsa sem tilheyra safninu má nefna torfbæi og torfkirkjur. Á meðal torfbæja má nefna Þverá í Laxárdal, Grænavatn í Mývatnssveit og Grenjaðarstað í Aðaldal. Torfkirkjurnar eru í Gröf á Höfðaströnd, Víðimýri í Skagafirði, Saurbæ í Eyjafirði, Hofi í Öræfum auk bænahúss á Núpsstað.

Á meðal sögufrægra húsa sem skoða má í sumar eru Húsið og Assistentahúsið á Eyrarbakka, Nesstofa við Seltjörn, Laufás í Eyjafirði, Viktoríuhús og Vindmylla í Vigur og Sauðanes á Langanesi.

Afgreiðslutíma er að finna á vef Þjóðminjasafnsins, www.thjodminjasafn.is.

Morgunblaðið þriðjudagurinn 22. júlí 2014

 

 

Skráð af Menningar-Staður