Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

25.07.2014 14:57

Sturluhátíð í Dölum 27. júlí 2014

sturlaplaggat
Tjarnarlundur að Saurbæ í Dölum.

 

Sturluhátíð í Dölum 27. júlí 2014

 

Um næstu helgi verður Sturluhátíð í Dölum en nú eru 800 ár liðin frá fæðingu Sturlu Þórðarsonar sagnaritarans mikla. Hátíðin verður haldin á sunnudaginn kemur, 27. júlí  2014 að Tjarnarlundi í Saurbæ í Dalasýslu. 

 

Heiðursgestur hátíðarinnar er Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands.

Samkoman hefst klukkan 13.30 með setningarávarpi Sveins Pálssonar sveitarstjóra Dalabyggðar -(Hrútavinur og fyrrverandis sveitarstjóri í Vík í Mýrdal. Sveinn er einnig í Hrútavinahljómsveitinni Granít)-.  

Forsetar Alþingis Einar K. Guðfinnson og norska stórþingsins Olemic Tommessen munu flytja ávörp.

Guðrún Nordal forstöðumaður stofnunar Árna Magnússonar flytur erindi um arfleifð Sturlu Þórðarsonar og Einar Kárason rithöfundur flytur efni um Sturlu sem hann kallar „Hann vissi ég alvitrastan og hófsamastan.“ 

Af www.budardalur.is

Skráð af Menningar-Staður

---------------------------------------------------------------------------------------

Kiriyama Family spila á

Mýrarboltanum á Ísafirði

um verslunarmannahelgina