Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

25.07.2014 07:45

"Tel að ráðherra hafi sýnt mér sóma"

Ólafur Helgi Kjartansson. Hér á Eyrarbakka.

 

„Tel að ráðherra hafi sýnt mér sóma“

„Þetta er spenn­andi verk­efni og nýtt. Það er mik­il til­hlökk­un sem fylg­ir því,“ seg­ir Ólaf­ur Helgi Kjart­ans­son, sýslumaður á Sel­fossi, en hann var í gær  skipaður lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­un­um frá og með ára­mót­un­um.  

„Ég þekki lög­reglu­stjórn­ina vel hvað varðar héraðið sjálft en það er nýtt og margt spenna­di sem fylg­ir því að vera lög­reglu­stjóri á flug­vell­in­um líka,“ seg­ir Ólaf­ur en hann var skipaður sýslumaður á Sel­fossi árið 2002. 

„Ég er afar sátt­ur við minn hlut og tel að ráðherra hafi sýnt mér virðingu og sóma með þessu,“ seg­ir Ólaf­ur. Hann hef­ur enn ekki ákveðið hvort og þá hvenær hann muni flytja þangað. „Það tek­ur ein­hvern tíma að greiða úr því og það er næsta skref. En ég mun mæta í vinn­una,“ seg­ir Ólaf­ur létt­ur í bragði. 

 

Á Eyrarbakka fyrir nokkrum árum. 

F.v.: Inga Lára Baldvinsdóttir, Eygerður Þórisdóttir, Rúnar Eiríksson,

Óalfur Helgi Kjartansson. Vilbergur Prebensson og Erlingur Bjarnason.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason

Af www.mbl.is

Skráð afd Menningar-Staður