Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

27.07.2014 21:14

Útskipun á vikri í Þorlákshöfn 26. og 27. júlí 2014

 

F.v.: Trausti Sigurðsson á Eyrarbakka og Guðmundur Hjartarson í Þorlákshöfn.

 

Útskipun á vikri í Þorlákshöfn 26. og 27. júlí 2014

 

Á vegum -BM-Vallár- var skipað út nú á helginni í Þorlákshöfn  9.000 rúmmetrum af Hekluvikri í flutningaskipið   Wilson Tyne.

Þetta eru rétt um 5.670 tonn og fóru vörubílarnir sem óku vikrinum úr vikurfjallinu rétt vestan við höfnina í Þorlákshöfn  alls 600 ferðir til skips með vikurfarma.

Skipið siglir með farminn til Rotterdam í Hollandi þar sem vikrinum verður umskipað í pramma sem sigla um ár og skurði með vikurinn á endastað sem er í Þýskalandi.

Menningar-Staður var í Þorlákshöfn og fékk þessar upplýsingar hjá Guðmundi Hjartarsyni verkstjóra BM-Vallár á Þorlákshafnarbryggju og Trausta Sigurðssyni vöribílstjóra á Eyrarbakka en hann var með einn þeirra bíla sem fluttu vikurinn til skips.

Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/263904/


Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður