Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

28.07.2014 08:02

Merk saga Hússins rakin

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Húsið á Eyrarbakka.

 

Merk saga Hússins rakin

  Meðal elstu bygginga landsins

 

Árið 1765 var tilsniðið timburhús flutt hingað til lands og reist á Eyrarbakka. Húsið, eins og það nefnist, er á tveimur hæðum, 20 x 14 álnir að flatarmáli. Viðbygging við húsið var reist árið 1881 og nefnist Assistentahúsið og var í upphafi aðsetur verslunarþjóna Lefolii-verslunarinnar.

Húsið er til sýnis alla daga yfir sumartímann. Innandyra er reynt að hafa Húsið sem líkast því sem áður var og hefur verið notast við ljósmyndir og geta gestir tyllt sér í stofunni eða borðstofunni og skoðað þær heimildir sem til eru um bygginguna. Gamalt eldstæði er í eldhúsinu og allt er eins upprunalegt og hægt er. Á borðum eldhússins má til dæmis sjá safngripi sem allir tengjast kaffidrykkju Íslendinga á einhvern hátt og í stofunni er merkasti gripur safnsins sem er ævafornt píanó.

Morgunblaðið mánudagurinn 28. júlí 2014

 

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður