Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

30.07.2014 06:54

Útför Jóns Hákonar frá Hallgrímskirkju

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

 

Útför Jóns Hákonar frá Hallgrímskirkju

 

Útför Jóns Hákonar Magnússonar, fjölmiðlamanns og fyrrverandi framkvæmdastjóra KOM, var gerð frá Hallgrímskirkju í gær. Séra Bjarni Þór Bjarnason jarðsöng. Vinir Jóns Hákonar og samstarfsmenn báru kistuna úr kirkju, Drífa Hilmarsdóttir, Eiður Svanberg Guðnason, Hörður H. Bjarnason, Víglundur Þorsteinsson, Gerður G. Bjarklind, Páll Bragi Kristjónsson, Stefán Friðfinnsson og Magnús Gunnarsson.

Jón Hákon fæddist í Reykjavík 12. september 1941 og andaðist á líkardeild Landspítalans 18. júlí sl. Að loknu námi í stjórnmálafræði og blaðamennsku í Bandaríkjunum starfaði hann við blaðamennsku hér á landi og í Bandaríkjunum og vann við stjórnun fyrirtækja. Hann var meðal annars fréttamaður á fréttastofu Sjónvarps. Jón Hákon var stofnandi KOM, kynningar og markaðar ehf., 1986 og framkvæmdastjóri fyrirtækisins til síðustu áramóta. Hann gegndi fjölmörgum félags- og trúnaðarstörfum og var virkur í þjóðfélagsumræðu. Hann átti meðal annars sæti í bæjarstjórn Seltjarnarness og var forseti hennar um tíma.

Morgunblaðið miðvikudagurinn 30. júlí 2014.
 

Skráð af Menningar-Staður