Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

31.07.2014 07:07

Mýrarboltinn á Ísafirði - Ein stærsta tískusýning landsins

 

 

Mýrarboltinn á Ísafirði - Ein stærsta tískusýning landsins

Verslunarmannahelgin 2014

 

Svonefnt Evrópumót í mýrarbolta verður haldið níunda árið í röð á eina viðurkennda keppnisvelli landsins í Tunguskógi í Skutulsfirði.

„Mýrarbolti er íþrótt sem fundin var upp seint á síðustu öld. Hún er svipuð og hefðbundinn fótbolti en keppnin fer fram á erfiðari undirlagi. Mýrarboltinn snýst samt ekki einungis um fótbolta. Það hefur skapast ákveðin hefð hjá liðunum sem felst í því að keppast í innkomu. Þá mæta liðin í hinu ótrúlegustu búningum og eins og einn af okkur fullyrti þá er þetta í raun og veru ein stærsta tískusýning landsins,“ segir Jóhann Bæring Gunnarsson, sem hefur titilinn drullusokkur Mýrarboltans.

Mótið hefst í kvöld á því að DJ Matti og DJ Orri munu troða upp í Húsinu klukkan 23. Föstudagurinn hefst á skráningu í skráningarhöllinni í Edinborg en þar verður gengið frá skráningu og armbönd og keppnisgögn afhent. Um kvöldið munu hljómsveitin Úlfur Úlfur, DJ Matti og DJ Orri leika fyrir gesti.

Á laugardagsmorgni hefst keppnin í mýrarboltanum en búast má við að leikið verði fram eftir degi.

Ekki aðeins íþróttir

Ekki eru það aðeins íþróttir sem sjá um að fylla upp í dagskrána á laugardeginum en Kiriyama Familiy, Erpur og Sesar A, Emmsjé Gauti, Agent Fresco og fleiri munu sjá til þess að fólk skemmti sér vel um nóttina víðsvegar um bæinn.

Leikar hefjast á sunnudeginum klukkan 10 en þeim lýkur klukkan 16. Um kvöldið verður haldin heljarinnar brenna og verðlaunaafhending en stíft djamm tekur við að því loknu.

„Veðurspáin er okkur hliðholl svo við eigum von á talsverðum fjölda. Sumarið hefur ekki farið vel með marga hvað veður varðar svo almenn skynsemi segir okkur að fólk eigi eftir að elta sólina hingað. Við vonum því bara að stemningin verði góð eins og hún er alltaf hér,“ segir Jóhann.

Mynd: Við ætlum að DRULLA okkur vestur! En þú?
//
Playing at Ísafjörður the first weekend of August!
 

Hljómsveitin Kiriyama Family

leikur og spilar á Mýrarboltanum.

 

Morgunblaðið  fimmtudagurinn 31. júlí 2014

Skráð af Menningar-Staður