Sandkastalakeppnin á Holtsandi í Önundarfirði verður á sínum stað um verslunarmannahelgina. Í fyrra tók Arnaldur Máni Finnsson við skipulagningu keppninnar af Guðmundir Ragnari Björgvinssyni sem hafði séð um keppnina sextán ár í röð.
Fyrirkomulag keppninnar verður svipað og verið hefur undanfarin ár og hefst klukkan 14 á laugardag, 2. ágúst 2014
„Hinir hefðbundnu kostunaraðilar standa á bakvið keppnina í ár, en sökum þess að hún stækkar ár frá ári og gæðin eru alltaf að aukast þá erum við að reyna fjölga verðlaununum. Því er ekki útséð með endanlegan lista þeirra sem styrkja hátíðina í ár,“ segir Arnaldur Máni.
Af www.bb.is
![]() |
||
|
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is