Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

03.08.2014 07:53

Kvennaknattspyrnan blómstrar á Suðurlandi

 

altalt

Markaskorarinn Jóhanna Elín Halldórsdóttir á Eyrarbakka.
Ljósm.: Guðmundur Karl og Jóhann Páll.Kvennaknattspyrnan blómstrar á Suðurlandi

 

Mikill uppgangur hefur verið í kvennaknattspyrnu á Suðurlandi í sumar. Meistaraflokkur Selfoss gerði sér lítið fyrir og tryggði sér sæti í úrslitaleik Borgunarbikarsins eftir frækinn sigur á Fylki í Árbænum í 4-liða úrslitum. Reyndar þurfti framlengingu og vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit. 

 

Ekki nóg með að stóru stelpurnar séu að standa sig vel. Sama á við um þær yngri sem gjarnan líta upp til þeirra eldri sem eru þeirra fyrirmyndir. Um síðustu helgi fór Símamótið fram í Kópavogi þar sem stelpur í 5., 6. og 7. flokki léku á alls oddi. Símamótið er elsta og stærsta knattspyrnumót sem haldið er fyrir stelpur hér á landi.

Selfoss átti tíu lið á mótinu, en alls voru þátttakendur frá Selfossi um 70 talsins auk þjálfara og fjölda foreldra og systkina sem fylgdust með. Jóhanna Elín Halldórsdóttir á Eyrarbakka var í einu Selfossliðinu og stóð sig frábærlega. Hún skoraði samtals 20 mörk á mótinu og fagnaði vel og innilega eins og myndirnar hér að ofan bera með sér.

alt

Ad www.frs.is

 

Skráð af Menningar-Staður